Vont veður, veikindi og piparkökur....

Já veðrið er ekki eitthvað sem maður hefur óskað sér og það er heislan ekki heldur, þar sem ég sit nú heima veikur í vonda veðrinu og ákvað því að blogga.

Veðrið hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir hérna á vesturlandinu síðustu daga, kannski verra nú í dag heldur en aðra. En hvað um það, einhvernveginn held ég að við hérna í höfuðstað snæfellsnessins höfum verið heldur heppnari en íbúar höfuðstaðar landsins, þ.e. Reykjavík og mjög sennilega vorum við heppnari en nágrannar okkar í Veðurfirði, þ.e. Grundarfirði, þar sem fólk er alltaf með nelgt fyrir glugga, alltaf matur í óveðrabirgjum, þar sem heilu húsin hafa verið að fjúka síðustu ár, á meðan veðrið hérna í hólminum er alltaf eins og best á verður kosið. Nú ekki get ég gert mér í hugarlund hvernig aumingjans íbúar Brekkubæjar hafa það, þ.e. Ólafsvík, því ekki hef ég hætt mér svo langt út á þetta blessaða nes til þess að þora að fara þangað í meiri vind en 9m/s. En eins og allir vita þá verður veðrið alltaf verra og leiðinlegra eftir því sem maður fer lengra út á snæfellsnesið.

Nú vona ég að veðrinu fari að slota, ég þarf að hætta mér í borg óttans á morgun til þess að versla einhverjar gjafir fyrir eitthvað fólk. En ætli maður reyni ekki að sleppa ódýrt útúr þessu í ár eins og síðustu ár. Verslunin Tiger hefur alltaf verið skemmtileg svona rétt fyrir jólin, svo Ótrúlega búðin (ef hún er ennþá til) hún hefur alltaf hjálpað manni að spara peninga, svo er nú komin ein enn búðin sem heitir Sösterne gröne (eða eitthvað álíka) hún er nú ágæt líka. En í þessum búðum sem selja mikið drasl er alltaf hægt að finna eitthvað sem hægt er að gefa fólki í jólagjöf, sem er ekki of mikið drasl.

Nú þegar piparkökurnar eru farnar að festast í hálsinum á mér útaf vökva skort til að skola þeim niður verð ég að kveðja ykkur í bili.

Ef ég nenni ekki skrifa hér pistil fyrir jólahátíðina. Þá vil ég endilega þakka öllum kærlega til hamingju með jólin og nýja árið sem kemur stuttu eftir jólin...

 

later.... 


mbl.is Áfram annríki vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband