og hvað...

Skilst mér rétt að þeir séu að velta fyrir sér að banna notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu.

Hvernig er þá með landsbyggðarfólk sem kýs kannski frekar að vera á nöglum heldur en heilsárs eða einhverjum loftbóludekkjum, eða hvað þetta heitir nú allt saman.

Ég veit það að það er fullt af fólki hérna á landsbyggðinni sem kýs það þar sem götur eru ekki saltaðar og hálka myndast mun fljótar en á stöðum þar sem saltað er reglulega. Ekki er ég einn af þeim sem nota nagladekk þar sem mér finnst bara alveg nóg að vera á góðum heilsársdekkjum því ef að það er hálka þá keyrir maður bara eftir því. En það eru ekkert allir sem hugsa svona og vilja bara vera á nöglum þegar vetur er genginn í garð.

Svo ég snúi mér nú aftur að spurningunni sem ég varpaði fram hér áðan, hvernig er þá með landsbyggðarfólk sem vill vera á nöglum?
      Verða þeir þá sektaðir þegar þeir vilja gera sér glaðann dag og skreppa í borg óttans, eða á þetta að vera voðalega asnalegt og allir geti sagt "ahh ég er bara utan af landi og þori bara ekki annað en að vera á nöglum"...

Að mínu mati á þetta að vera val fólksins en ekki einhverra ráðuneytisplebba.


mbl.is Óvíst hvenær úttekt á nagladekkjum lýkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Mín skoðun er sú að banna nagla sé áskrift á fjölgun slysa og tjóna einfaldlega vegna þess að ekki eru allar götur saltaðar,hvað með fólk sem fer úr og í bæinn? Það myndast tjara á hjólbarðanna þar sem saltað er, sem virka svo einsog skautar og er stórhættulegt .Mér finnst það ábyrgðarleisi að ætla að banna naglanotkun og hvað þá beita sektum.Held að þessir ráðamenn ættu að hugsa sinn gang vel áður en þeir áhveða eitthvað svona,nema þeir ætli að bera ábyrgðina á því sjálfir sem þeir láta gera.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 12.9.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Óli Ingi

Nákvæmlega mín hugsun...

Óli Ingi, 12.9.2008 kl. 13:07

3 identicon

Ætli tryggingarfélögin eða aðrir hafi gert úttekt á tíðni slysa bíla með eða án nággladekkja? Það væri allavega áhugavert að gera það.

Nagladekkjanotkun verður sennilega seint bönnuð en það væri rökrétt a' setja serstakann nagladekkjaskatt.

Karma (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband