Fullt í gangi....

Allt í rugli í höfuðborginni, borgarstjórnin fallin, ný komin, enginn býst við að hún endist eitthvað. Þetta er nú meira djöfulsins ruglið. Ég held að Dagur hafi/hefði verið fínn borgarstjóri. 

Annars er lítið að frétta af mér héðan úr karlmennskumekkunni (Stykkishólmi). Undarlega lítið búið að vera um að ske undanfarið. Bara snjór, kuldi og leiðindi. Núna er að vísu kominn hiti og einhverjir dropar falla af himnum en verður það ekki bara þangað til á morgun, mér skildist að það ætti að frysta aftur á morgun og byrja að snjóa ofan í slabbið sem liggur yfir öllu núna og gerir allt ógeðslegt.

Sökum mikils kulda og snjós og annars viðbjóðar þá hef ég ekki nennt út með myndavélina mína síðan á þrettándanum en þá skrapp ég og tók nokkrar ágætar myndir. En síðan þá hef ég einu sinni nennt að munda tækið, en það var í gærkveldi áður en ég henti mér í bælið. Þá tók ég nokkrar myndir af mér og henti inn á netið svona til að fólk haldi ekki að ég sé alveg dauður úr öllum æðum.

Núna er ég ég fullu að undirbúa sölu á íbúðinni okkar í RVK, þannig að ef þér vantar íbúð eða veist um einhvern sem er að leita endilega verið í bandi. Svo er ég líka að vinna í umsóknum fyrir skólana sem ég ætla að sækja um í. En málið er að ég er að öllum líkindum að flýja þennann kuldaklett sem við köllum ísland og ætla að flýja til norðurlandanna (sem eru örugglega ekki neitt mikið hlýrri) og taka grunnnám í ljósmyndun.

Ef þig langar í bíl þá á ég einn slíkann, sem ég er tilbúinn að selja fyrir nokkra peninga. Þetta er Daewoo lanos hurricane, nýbúinn í mikilli yfirhalningu, tílbúinn í skoðun en ekki með skoðun. Hann er árgerð 1999 og ekinn nokkra kílómetra (man það bara ekki). Endilega ef einhver hefur áhuga á ágætis bíl sem virkar fínt að henda í mig skynsömum tilboðum.

  Jæja held að þetta sé að verða komið alveg ágætt.... Jahh nema þið vitið um leiguhúsnæði hérna í hólminum þá má fólk alveg endilega láta mig vita hið snarasta....

 

Later.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband