Dýrara kaffi???

Hell nei... ef kaffi verður dýrara en það er nú í dag, þá fer maður að fara á hausinn. Maður fer á kaffihús og fær sér tvo tvöfaldann expresso og sér svo, svo mikið eftir því að hafa gert veskinu sínu þetta þar sem maður borgði hátt í 800 krónur fyrir þessa fjóra sopa sem maður fékk sér. En þetta er nú kannski ekki alveg viðmiðunar hæft þar sem expresso er ekki stór bolli, en til að gera þetta viðmiðunarhæfara þá kostar venjulegur kaffibolli 300 kall á flestum kaffihúsum (ef ég man rétt). Ef það á eftir að hækka þá hugsa ég að fólk eigi eftir að minnka ferðir sínar á kaffihús ....

 En þetta er nú bara bull í mér.....

 

 Later....


mbl.is Verður kaffisopinn dýrari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

á hvaða kaffihúsum ert þú að venja komur þínar á???? Á Kaffitári kostar stór expressó 270 kr. og svo er frí áfylling með uppáhelltu gæðakaffi.

Miðað við bjór og áfengisverð þá erum við ekki að tala um háar upphæðir og svo eru áhrifin af kaffinu mun betri og jákvæðari...en þetta er nú bara mín skoðun.

Ragga (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:49

2 identicon

Vil ég bara benda á það að langtímaþamb á kaffi hefur slæm áhrif á taugakerfi líkamans.

Þegar ég segi slæm, þá bendi ég á t.d. erfiðleika til svefns, ofvirkni, sumir verða uppstökkir ("taugaveiklaðir"), ósjálfráðir taugakippir í einstaka tilfellum... Og svo mætti lengi telja.

Persónulega yrði ég fegin ef ef kaffidrykkja færi minnkandi hér á landi, því Koffín er jú örvandi fínkniefni, sem allt of margir eru háðir.

-Í "ideal" heimi ætti fólk að geta sótt sér auka orku t.d. með því að hugleiða í nokkrar mínútur hvern dag og fyrir þá illa höldnu, nokkrum sinnum á dag, án nokkurra örvandi efna.

Óskhyggja???

C. (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband