9.10.2007 | 15:08
Ofurhetja ???
Það er spurning hvort maður sé orðin löggilt ofurhetja núna.
Málið er það að ég er að taka þátt í uppsetningu leikfélagsins á söngleiknum Oliver! eftir Lionel Bart og leik þar: strák á fátækraheimili, útfararstjóra, götusala og löggu. Ofurhetjan sem væri ekki leiðinlegt að lesa teiknimyndabækur um væri útfararstjóri á daginn og lögga á kvöldin, þetta er gott kombó sem engum myndi leiðast. Meira að segja væri hægt að gera mynd um þetta með Robert DeNiro í aðalhlutverki.
En þetta er alltaf jafn hrikalega gaman, þ.e. að taka þátt í leikfélaginu, ég hef gert það 3 áður í misstórum hlutverkum, þetta verður nú samt að segjast vera það stærsta þar sem ég þarf að syngja og allann pakkann.
En út í allt aðra sálma, nr. 235, 53, 844, 448.
Sá þetta á netinu, gamalt en samt sem áður snilld og maður spyr sig bara, afhverju er þetta ekki svona? Tjekkið á þessu.
Endilega látið svo sjá ykkur á sýningu. Frumsýning 2. Nóvember....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.