Færsluflokkur: Bloggar
22.8.2007 | 15:28
Yfirheyrður fyrir að vera stunginn af randaflugu.
Já þessir dönsku tókust nú bara virkilega vel, allavega hef ég ekkert út á þá að setja.
Veðrið var eins gott og hægt var að vona, þægilegur fjöldi í bænum, rétt um 7000 manns heyrði ég, nóg um að ske fyrir alla og allir ánægðir.
Föstudagurinn var svolítið súrrealískur hjá mér, ég kom mjúkur heim úr vinnunni og skellti mér í sturtu. Fór svo að grilla með Hauk og Fríðu, eftir það ákváðum við að halda áfram að detta í það og það var ekki langt frá því að ég hafi verið fulli kallinn þetta kvöldið. Því það síðasta sem ég man skýrt á föstudeginum er það að það kom fullt af fólki í singstar og svo fóru allir út.
Laugardagurinn var öllu skárri, vaknaði ótrúlega hress klukkan hálf 12, ekki með hausverk, ekki með þynnku og hefði ekki getað vaknað í betra skapi. Svo skruppum við út uppúr hálf 1 og tókum rölt á það, veðrið var snilld eins og daginn áður. Hittum fólk og ákváðum svo að fara í bakaríið og éta, hittum þar Einar sem dró mig með sér í að hoppa í sjóinn seinna um daginn, ég lét til fallast og ákvað að finna fleira fólk til ða koma líka, hitti hauk og fríðu og þau komu líka ásamt vinum þeirra. Á leiðinni upp í skipavík þar sem við ákváðum að hoppa gerðist án efa eitt það fyndnasta sem skeði þennan dag. Þannig var það að það flaug randafluga upp í buxurnar hjá Einari og stakk hann í hnéið á nákvæmlega sama tíma og löggan keyrði framhjá, þannig að þegar hún keyrir framhjá byrjar hann að lemja hnéið á sér og hrista löppina. Það var nóg fyrir lögguna sem kom og tók hann upp í bíl í yfirheyrslu og setti hann í kjölfarið af því á eftirtektarlista fyrir kvöldið útaf því hann lenti í slagsmálum 2001.
Það var kalt að fara í sjóinn en hressandi, því þessi litli hausverkur sem var búinn að vera að þróast í mér hvarf um leið og ég skall í sjóinn.
Eftir það fórum við heim að grilla svo var farið á algjört snilldar bryggjuball horft á fáránlega góða flugeldasýningu og svo var bara sest í brekkuna bakvið bankann og hlustað á ballið þar.
Hrikalega gaman á dönskum dögum.
Later....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 18:16
Upphitun fyrir Danska Daga...
Já nú er fimmtudagurinn fyrir Danska að líða sitt skeið, margir hólmarar eins og ég sjálfur stundum tökum hátíðina með trompi og höfum þetta frá fimmtudegi til þunnur-dags. og fáum okkur bjór 3 daga í staðin fyrir 2.
Heyrst hefur að einhverjir dugnaðar menn og konur ætli að skella í sig nokkrum í kvöld til þess að hita sig aðeins upp fyrir komandi átök.
Tjaldstæðið að fyllast þó nóg sé af plássi fyrir fólk sem kemur á morgun. Alltaf nóg pláss í hólminum.
Það er fullt í gangi um helgina fyrir alla aldurshópa, annað en í fyrra.
Later....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 01:50
Hrákur í augu... Ekkert nema ROKK!!!
Já ég ákvað að prófa þetta hérna hjá mogganum, líst bara drullu vel á þetta hjá þeim enn sem komið er.
Ég var að koma af tónleikum áðan í Grundarfirði með hljómsveitunum Endless Dark og Jamie's Star og voru þetta virkilega þéttir og góðir rokk tónleikar með öllu tilheyrandi, hrákum í augu, ruglingur á lögum og allskonar skemmtilegar uppákomur.
Ég hugsa að ég hafi þetta nú ekkert lengra í kvöld en maður verður kannski duglegur og skellir inn pistli á morgun og svo reynir maður að vera með smá samantekt um helgina frá Dönsku dögunum sem eru að skella á hérna í hólminum.
Later....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)