17.10.2008 | 15:56
Helvítis krepputal...
Jæja er þetta ekki að verða nóg komið af djöfulsins krepputali í öllum fréttamiðlum og hreinlega bara allstaðar.
Við sátum hérna heima í gærkveldi og horfðum á sjónvarpið svo koma fréttir, jújú við ákveðum að horfa á fréttatímann. Hann byrjar voða flott engar kreppuumræður og allt voða flott. En nei ekki svo aldeilis svo byrjar þetta helvítis kreppu draslið sem er að gera mig og örugglega aðra alveg geðveikann, ég slökkti á sjóvarpinu og fór að leika mér.
Ég veit alveg að ástandið í landinu er erfitt og allt það, en afhverju að vera að minna fólk á það oftar en einu sinni og oftar en 8 sinnum á dag, það er bara kjánalegt sérstaklega þegar fólk er ekki farið að finna fyrir þessu eins og það á eftir að gera. Kreppan er byrjuð en venjulegt heimili er ekki farið að finna fyrir því eins og fyrirtæki og bankar og svona dót, allavega ekki ég.
Ég hata þetta helvítis krepputal
Athugasemdir
Mikið rosalega er ég sammála þér !
aðeins meira krepputal
Eruð þið hjónin hætt við að flytja út vegna kreppu?
Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 18.10.2008 kl. 18:00
jabb setja það í salt fram að hausti...
Óli Ingi, 18.10.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.