19.9.2008 | 13:56
Skúffukaka er holl...
Já, þetta var niðurstaða okkar á kennarastofunni í dag þegar við sátum og tróðum í okkur skúffuköku í hádeginu.
Málið er það að allt hráefni í skúffuköku er gras, þ.e. eitthvað sem vex eða eitthvað lífrænt.
Í venjulegri skúffuköku er: hveiti, kakó, sykur, smjör, mjólk, egg og kannski eitthvað smotterí meira sem ég man ekki eftir í augnablikinu, en ef það er eitthvað meira í henni þá er það alveg örugglega hollt.
Nú skulum við fara aðeins dýpra í þetta allt saman.
- Hveiti: Jújú það vex úti á akri = hollt
- kakó: það vex einhverstaðar í brasilíu eða einhverstaðar = hollt
- smjör: það er eitthvað mjólkur dót eitthvað = hollt
- mjólk: beint úr beljunni sem étur gras = holl
- egg: fáum okkur bara lífrænt ræktuð egg = holl
- e.t.v. eitthvað meira = hollt
Þar hafiði það, ef ykkur langar í skúffuköku ekki hugsa, nei ég verð að passa línurnar, nei hún er svo óholl fáum okkur gulrótarköku í staðinn, hugsiði frekar ohh já skúffukaka er svo holl og góð, mmmm já ég ætla að fá mér skúffuköku hún er miklu betri en gulrótarkaka og svo er hún líka ekkert óhollari en hún.
Later...
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
vá góður punktur samt!
Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:12
sæll, frábært gott að hugsa þetta svona. kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.