28.3.2008 | 15:59
Mikið er ég glaður...
Jahh eða hitt nú heldur. Það er náttúrlega ekki í lagi þegar bensínverð er komið í þetta verð (ekki að það hafi verið í lagi síðustu mánuði og jafnvel ár).
Ég tel mig bara vera heppinn að eiga ekki stærri bíl en ég á því þetta verð er kjaftæði, nú þurfa landsmenn að fara að gera eitthvað og ráðamenn að taka sig saman í andlitinu.
En að öðrum málum.
Ég flutti í nýja íbúð helgina fyrir páska og lét að sjálfsögðu færa símann og það allt saman sem tilheyrir honum á nýja heimilisfangið, nema hvað ég fékk það í dag sem sagt fyrir Mílu menn tók það 2 vikur að gera það sem tók hann 5 mín að gera áðan.
Ég hringdi á hverjum einasta degi og kvartaði og reifst og lét þá vita hvað þetta væri hrikaleg þjónusta, að vísu ekki í Mílumenn heldur í þjónustuver símans, sem gerðu jú örugglega allt sem þeir gátu, en þegar kom að því að ég ætlaði að tala við mílumenn (hér í hólminum) svöruðu þeir aldrei í síma. Mig langar að spurja hvers konar þjónusta er það?
En nú er úrslitakeppnin í körfunni loksins að skella á og eru tveir leikir í kvöld, Keflavík vs. Þór Akureyri og Grindavík vs. Skallagrímur, á morgun eru það KR vs. ÍR og stóri leikurinn Njarðvík vs. Snæfell.
Við misstum af heimleikjaréttinum sem þýðir að þar sem við lendum á móti Njarðvík verða strákarnir að tosa í typpið á sér og spila eins og mönnum sæmir, skella upp okkar frægu vörn og spila góða og skipulagða sókn, því heimavöllur Njarðvíkinga er sennilega einn af þeim sterkustu á landinu. En við höfum unnið í Njarðvík og ætlum okkur það að sjálfsögðu á morgun og svo aftur hérna í hólminum á mánudaginn kemur.
Því miður hef ég ekki tök á því að skella mér til Njarðvíkur en í staðinn mun ég bara fá mér öl og setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á leikinn á morgun klukkan 16:00.
En þá segi ég bara Áfram Snæfell....
Later....
N1 hækkar verð á bensíni og díselolíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hey kid! farinn að sakna þess að sjá þig kall! fáum okkur bjór eða tvo í maí! áfram í blogginu og henda myndum inná síðuna þína maður! verum í sambandi (eins og lagið) later ;)
gullli (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 05:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.