Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.9.2008 | 12:47
og hvað...
Skilst mér rétt að þeir séu að velta fyrir sér að banna notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu.
Hvernig er þá með landsbyggðarfólk sem kýs kannski frekar að vera á nöglum heldur en heilsárs eða einhverjum loftbóludekkjum, eða hvað þetta heitir nú allt saman.
Ég veit það að það er fullt af fólki hérna á landsbyggðinni sem kýs það þar sem götur eru ekki saltaðar og hálka myndast mun fljótar en á stöðum þar sem saltað er reglulega. Ekki er ég einn af þeim sem nota nagladekk þar sem mér finnst bara alveg nóg að vera á góðum heilsársdekkjum því ef að það er hálka þá keyrir maður bara eftir því. En það eru ekkert allir sem hugsa svona og vilja bara vera á nöglum þegar vetur er genginn í garð.
Svo ég snúi mér nú aftur að spurningunni sem ég varpaði fram hér áðan, hvernig er þá með landsbyggðarfólk sem vill vera á nöglum?
Verða þeir þá sektaðir þegar þeir vilja gera sér glaðann dag og skreppa í borg óttans, eða á þetta að vera voðalega asnalegt og allir geti sagt "ahh ég er bara utan af landi og þori bara ekki annað en að vera á nöglum"...
Að mínu mati á þetta að vera val fólksins en ekki einhverra ráðuneytisplebba.
Óvíst hvenær úttekt á nagladekkjum lýkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2007 | 14:24
Bjór og léttvín í verslanir...
Hvað er þetta annað en fáránlegt, afhverju í ósköpunum ættu áfengis búðir ekki mega hafa kæla hjá sér, mér finnst ekkert eins gott og þegar maður hoppar í ríkið (þar sem kælir er) og kippt með mér 1 - 2 köldum kippum af bjór og þegar heitt er úti að ná sér í 1 - 2 bjóra svona til að sötra í sólinni.
Svona umræður gera mig alltaf svolítið pirraðan þ.e. þessar áfengis hömlur sem eru hérna á íslandi sem og umræður um það hvort samkynhneigðir ættu að fá að gifta sig eða ekki.
Auðvitað eiga þeir að fá að ganga í hjónaband eins og aðrir, ég get ekki séð að hommar og lesbíur séu eitthvað verra fólk fyrir að vera samkynhneigð. Afhverju finnst svona stórum hluta þessarar litlu þjóðar hommar og lesbíur ekki eiga það skilið að gifta sig?
En aftur að áfengismálum, nú undanfarin ár hefur ákveðinn maður sem ég get ekki munað nafnið á núna í augnablikinu verið að berjast fyrir því að leyfa sölu á bjór og léttvíni í verslunum og svo loksins þegar hann er kominn í það sæti sem hann situr í núna á alþingi (hvort það var ráðherrastóll eða eitthvað annað) þá heldur hann kjafti og minnist ekki á þetta.
Pirringstuð í veikindum sem hafa gert mig mjög svo þreyttann og pirraðann síðustu daga.
Later....
Vilja sjá bréf borgarstjóra um bjórkæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |