Færsluflokkur: Bloggar

Annað á stuttum tíma...

Annað flugslysið á smá tíma hér við ísland, alveg svakalegt. Þetta er alveg hrikalegt og vonum við bara að flugmaðurinn finnist í bát heill á húfi...

 nú skulum við bara vona að máltækið "allt er þegar þrennt er" sannist ekki hér...

Later.... 

 


mbl.is Leit haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki betri... Hvað þá....

Ég var að hlusta á viðtalið við fyrirliða liðanna Snæfell og Fjölnis sem sýnt var í fréttum Rúv í kvöld (sjá hér). Þar segir fyrirliði Fjölnis að sæfell séu ekki betra lið og eigi ekkert frekar möguleika á að vinna þennan bikarinn á sunnudaginn. Jahh ég er nú kannski ekki alveg hlutlaus þar sem ég er gallharður stuðningsmaður snæfells og vona að sjálfsögðu að þeir vinni þetta og komi bikarnum út á land.

En að vera með svona staðhæfingar í sjónvarpi er ekkert nema kjánalegt þegar liðið sem þú ert í er í fallsæti og hitt liðið í 5. sæti. Ég veit það ekki en ég held að taflan segi manni hvaða lið er betra og hefur staðið sig betur í vetur.

Ég er ekki að segja að leikurinn geti ekki fallið Fjölnis mönnum í vil þar sem aðeins um einn leik er að ræða og hver veit nema snæfellingar eigi slæman dag. En ég hugsa nú að líkurnar falli aðeins Snæfellingum í hag.  

Áfram snæfell!!!!

 

 

Later..... 


Lengi týnd....

Þetta er soldið svakalegt hún er búin að vera týnd núna í 8 daga samkvæmt því sem kemur fram á visi.is (hérna). En kannski skrýtið að ekki skuli vera komin inn tilkynning hérna a mbl fyrr en nú.

En það er vonandi að stelpan komi í leitirnar heil á húfi...

 

En annars ekki lítið að frétta héðan úr hólminum annað en það að við unnum sannfærandi sigur á skallagrím í körfunni í gær þannig að nú er bara að fjölmenna í höllina á næstu helgi og styðja strákana til sigurs og fá bikarinn hingað heim.

 Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Endilega hafa augun opin og láta lögguna vita ef þið sjáið þessa stelpu.

 

 

Later.... 


mbl.is Lýst eftir stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt í gangi....

Allt í rugli í höfuðborginni, borgarstjórnin fallin, ný komin, enginn býst við að hún endist eitthvað. Þetta er nú meira djöfulsins ruglið. Ég held að Dagur hafi/hefði verið fínn borgarstjóri. 

Annars er lítið að frétta af mér héðan úr karlmennskumekkunni (Stykkishólmi). Undarlega lítið búið að vera um að ske undanfarið. Bara snjór, kuldi og leiðindi. Núna er að vísu kominn hiti og einhverjir dropar falla af himnum en verður það ekki bara þangað til á morgun, mér skildist að það ætti að frysta aftur á morgun og byrja að snjóa ofan í slabbið sem liggur yfir öllu núna og gerir allt ógeðslegt.

Sökum mikils kulda og snjós og annars viðbjóðar þá hef ég ekki nennt út með myndavélina mína síðan á þrettándanum en þá skrapp ég og tók nokkrar ágætar myndir. En síðan þá hef ég einu sinni nennt að munda tækið, en það var í gærkveldi áður en ég henti mér í bælið. Þá tók ég nokkrar myndir af mér og henti inn á netið svona til að fólk haldi ekki að ég sé alveg dauður úr öllum æðum.

Núna er ég ég fullu að undirbúa sölu á íbúðinni okkar í RVK, þannig að ef þér vantar íbúð eða veist um einhvern sem er að leita endilega verið í bandi. Svo er ég líka að vinna í umsóknum fyrir skólana sem ég ætla að sækja um í. En málið er að ég er að öllum líkindum að flýja þennann kuldaklett sem við köllum ísland og ætla að flýja til norðurlandanna (sem eru örugglega ekki neitt mikið hlýrri) og taka grunnnám í ljósmyndun.

Ef þig langar í bíl þá á ég einn slíkann, sem ég er tilbúinn að selja fyrir nokkra peninga. Þetta er Daewoo lanos hurricane, nýbúinn í mikilli yfirhalningu, tílbúinn í skoðun en ekki með skoðun. Hann er árgerð 1999 og ekinn nokkra kílómetra (man það bara ekki). Endilega ef einhver hefur áhuga á ágætis bíl sem virkar fínt að henda í mig skynsömum tilboðum.

  Jæja held að þetta sé að verða komið alveg ágætt.... Jahh nema þið vitið um leiguhúsnæði hérna í hólminum þá má fólk alveg endilega láta mig vita hið snarasta....

 

Later.... 


lítillækkun á almúgann....

Hvað er málið með þessa japani... alltaf að gera einhver vélmenni sem eru betri en hinn blessaði almúgi.

Jújú sennilega getur fullt af fólki leyst þennan blessaða litaða andskota, en það hef ég aldrei getað og mun sennilega ekki geta, en svo koma þessi japana fíbl og búa til eitthvað vélmenni til að lítillækka mig...

 

 Æi bara bjórröfl í mér...

 

Til hamingju með hátíðina og árið sem var að líða...

 

 

Later.... 


mbl.is Vélmenni leysir Rubik-þrautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vont veður, veikindi og piparkökur....

Já veðrið er ekki eitthvað sem maður hefur óskað sér og það er heislan ekki heldur, þar sem ég sit nú heima veikur í vonda veðrinu og ákvað því að blogga.

Veðrið hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir hérna á vesturlandinu síðustu daga, kannski verra nú í dag heldur en aðra. En hvað um það, einhvernveginn held ég að við hérna í höfuðstað snæfellsnessins höfum verið heldur heppnari en íbúar höfuðstaðar landsins, þ.e. Reykjavík og mjög sennilega vorum við heppnari en nágrannar okkar í Veðurfirði, þ.e. Grundarfirði, þar sem fólk er alltaf með nelgt fyrir glugga, alltaf matur í óveðrabirgjum, þar sem heilu húsin hafa verið að fjúka síðustu ár, á meðan veðrið hérna í hólminum er alltaf eins og best á verður kosið. Nú ekki get ég gert mér í hugarlund hvernig aumingjans íbúar Brekkubæjar hafa það, þ.e. Ólafsvík, því ekki hef ég hætt mér svo langt út á þetta blessaða nes til þess að þora að fara þangað í meiri vind en 9m/s. En eins og allir vita þá verður veðrið alltaf verra og leiðinlegra eftir því sem maður fer lengra út á snæfellsnesið.

Nú vona ég að veðrinu fari að slota, ég þarf að hætta mér í borg óttans á morgun til þess að versla einhverjar gjafir fyrir eitthvað fólk. En ætli maður reyni ekki að sleppa ódýrt útúr þessu í ár eins og síðustu ár. Verslunin Tiger hefur alltaf verið skemmtileg svona rétt fyrir jólin, svo Ótrúlega búðin (ef hún er ennþá til) hún hefur alltaf hjálpað manni að spara peninga, svo er nú komin ein enn búðin sem heitir Sösterne gröne (eða eitthvað álíka) hún er nú ágæt líka. En í þessum búðum sem selja mikið drasl er alltaf hægt að finna eitthvað sem hægt er að gefa fólki í jólagjöf, sem er ekki of mikið drasl.

Nú þegar piparkökurnar eru farnar að festast í hálsinum á mér útaf vökva skort til að skola þeim niður verð ég að kveðja ykkur í bili.

Ef ég nenni ekki skrifa hér pistil fyrir jólahátíðina. Þá vil ég endilega þakka öllum kærlega til hamingju með jólin og nýja árið sem kemur stuttu eftir jólin...

 

later.... 


mbl.is Áfram annríki vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokasýningar...

Nú eru að skella á lokasýningar á söngleiknum Oliver! sem við erum að sýna hérna í hólminum, þannig að nú fer hver að verða síðastur að sjá þetta meistaraverk. Fullt af fólki búið að sjá sýninguna og margir oftar en einu sinni. Allir verið alveg hrikalega sáttir með þetta.
Eitthvað hefur svo verið talað um að  verið sé að bíða eftir svari með húsnæði í höfðuborginni þar sem við gætum komið og sýnt kvikindið en það eru nú allar líkur á því að ekki verði af því, en ef svo verður verður það auglýst hérna og á fleiri stöðum.

Á sunnudaginn var fór ég á körfuboltaleik, sem er nú ekki í frásögur færandi, nema hvað að á þessum leik hef ég aldrei séð liðið spila svona illa, það er mikið búið að ræða þennan leik í bænum og annars staðar gæti ég vel trúað. Hvað skeði veit enginn. En ég vona svo sannarlega að þeir fari nú að rífa sig upp svo þeir hafi möguleika á að taka þátt í loka baráttunni.

Nú erum við að leita okkur að íbúð til að leigja hérna í hólminum, þ.e. ég og Herdís. Helst sem fyrst, framtíðarleiga. Ef þið heyrið eða vitið um eitthvað endilega látið mig vita í meili.

 

Later....


Viðbjóður og allt annað....

Hvað er í gangi með fólk. Þetta er nú  bara ekkert nema viðbjóður sem á að taka töluvert harðar á en þetta. Þó svo ég eigi ekki börn ennþá þá er ég feginn því að hafa ekki átt barn/börn í breiðholtsskóla sem hefðu þurft að verða vitni að svona ógeði.

En í allt aðra sálma: 34, 55, 99, 666

 (nei þessi er nú gamall)

 

Nú er komið að því að sýningar fara að hefjast á Oliver!. General prufan er í kvöld og svo frumsýning á morgun. Fólk farið að panta miða alveg á fullu og ekki laust við það að stress sé farið að myndast í kroppnum á manni þar sem maður þarf víst að þenja mín ótrúlega flottu raddbönd fyrir framan fullann sal af fólki í fyrsta skipti edrú.

 En best að fara að koma sér upp á hótel í smá æfingu og stuð fyrir general...

 

Later.... 


mbl.is Fangelsi fyrir að fróa sér fyrir framan börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurhetja ???

Það er spurning hvort maður sé orðin löggilt ofurhetja núna.
Málið er það að ég er að taka þátt í uppsetningu leikfélagsins á söngleiknum Oliver! eftir Lionel Bart og leik þar: strák á fátækraheimili, útfararstjóra, götusala og löggu. Ofurhetjan sem væri ekki leiðinlegt að lesa teiknimyndabækur um væri útfararstjóri á daginn og lögga á kvöldin, þetta er gott kombó sem engum myndi leiðast. Meira að segja væri hægt að gera mynd um þetta með Robert DeNiro í aðalhlutverki. 

En þetta er alltaf jafn hrikalega gaman, þ.e. að taka þátt í leikfélaginu, ég hef gert það 3 áður í misstórum hlutverkum, þetta verður nú samt að segjast vera það stærsta þar sem ég þarf að syngja og allann pakkann.

 En út í allt aðra sálma, nr. 235, 53, 844, 448.

 Sá þetta á netinu, gamalt en samt sem áður snilld og maður spyr sig bara, afhverju er þetta ekki svona? Tjekkið á þessu.

 

Endilega látið svo sjá ykkur á sýningu. Frumsýning 2. Nóvember.... 


"Tough shit!"

Kaldur, blautur, þreyttur... "Tough shit!"

Jújú sumarið er greinilega búið, rigningin komin.

Nú er að skella í afmælið mitt og í tilefni þess ætla ég að skella mér á tónleika í laugardalshöllinni á laugardaginn næsta, Chris Cornell ætlar að þenja raddböndin fyrir landann. Ég er farinn að hlakka svolítið til þar sem hann er einn af mínum uppáhalds núna þessa stundina.

Róleg helgi sem var að líða skrapp á ágætis ball á laugardeginum hérna á fimm fiskum þar sem Stuðbandið lék fyrir dansi. 

Nú úr því að rigningin er að gera mann vitlausann þá reynist manni alltaf erfiðaðra og erfiðara fyrir mann að fara út og taka myndir þannig að ég held að ég þurfi bara að fara að leika mér mér með vélin hérna inni. Læt ykkur vita þegar maður skellir einhverju inn á flickr síðuna mína.

 

Later... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband