Færsluflokkur: Matur og drykkur

Skúffukaka er holl...

Já, þetta var niðurstaða okkar á kennarastofunni í dag þegar við sátum og tróðum í okkur skúffuköku í hádeginu.
Málið er það að allt hráefni í skúffuköku er gras, þ.e. eitthvað sem vex eða eitthvað lífrænt.

Í venjulegri skúffuköku er: hveiti, kakó, sykur, smjör, mjólk, egg og kannski eitthvað smotterí meira sem ég man ekki eftir í augnablikinu, en ef það er eitthvað meira í henni þá er það alveg örugglega hollt.

Nú skulum við fara aðeins dýpra í þetta allt saman.

  • Hveiti: Jújú það vex úti á akri = hollt
  • kakó: það vex einhverstaðar í brasilíu eða einhverstaðar = hollt
  • smjör: það er eitthvað mjólkur dót eitthvað = hollt
  • mjólk: beint úr beljunni sem étur gras = holl
  • egg: fáum okkur bara lífrænt ræktuð egg = holl
  • e.t.v. eitthvað meira = hollt

Þar hafiði það, ef ykkur langar í skúffuköku ekki hugsa, nei ég verð að passa línurnar, nei hún er svo óholl fáum okkur gulrótarköku í staðinn, hugsiði frekar ohh já skúffukaka er svo holl og góð, mmmm já ég ætla að fá mér skúffuköku hún er miklu betri en gulrótarkaka og svo er hún líka ekkert óhollari en hún.

 

Later...


Dýrara kaffi???

Hell nei... ef kaffi verður dýrara en það er nú í dag, þá fer maður að fara á hausinn. Maður fer á kaffihús og fær sér tvo tvöfaldann expresso og sér svo, svo mikið eftir því að hafa gert veskinu sínu þetta þar sem maður borgði hátt í 800 krónur fyrir þessa fjóra sopa sem maður fékk sér. En þetta er nú kannski ekki alveg viðmiðunar hæft þar sem expresso er ekki stór bolli, en til að gera þetta viðmiðunarhæfara þá kostar venjulegur kaffibolli 300 kall á flestum kaffihúsum (ef ég man rétt). Ef það á eftir að hækka þá hugsa ég að fólk eigi eftir að minnka ferðir sínar á kaffihús ....

 En þetta er nú bara bull í mér.....

 

 Later....


mbl.is Verður kaffisopinn dýrari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband